Millilandaflug um Keflavíkurflugvöll

Upplýsingar

Tölur eru fengnar af vef Isavia*. Hægt er að smella á fluglegg, tímabil (ár,mánuð,dag) eða flugfélag til að afmarka niðurstöður.

Flugferð telst ekki á áætlun ef henni seinkar um 15 mínútur eða meira. Meðalseinkun eftir flugfélögum tekur einungis mið af þeim flugferðum sem eru seinar. 

Heimildir: Isavia, Flugáætlun

*Öll gögn á tímabilinu 1. janúar 2018 til 11. október 2018 eru fengin frá ferðafjölmiðlinum Túrista. Þeim fylgja smávægilegir kvillar:

  • Janúar, mars og hluti úr febrúar 2018 innihalda einungis brottfarir frá Keflavíkurflugvelli
  • 1-5. júlí 2018 innihalda einungis brottfarir
  • 2-3. ágúst 2018 innihalda einungis brottfarir

Fyrirvari Mælaborðs ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa leitast við að hafa allar upplýsingar sem fram koma á Mælaborði ferðaþjónustunnar áreiðanlegar og réttar. Ferðamálastofa ábyrgist ekki áreiðanleika þeirra gagna sem birt eru og ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til notkunar upplýsinga á Mælaborði ferðaþjónustunnar. Öllum er heimil afnot upplýsinga á mælaborði ferðaþjónustunnar. Hafa ber þó í huga að þar sem uppruni gagna er mismunandi, gilda mismunandi skilmálar um dreifingu og nýtingu gagna sem eru í Mælaborði ferðaþjónustunnar. Öll gögn í Mælaborði ferðaþjónustunnar eru í eigu stjórnvalda og eru ekki framseljanleg. Vinsamlegast getið heimilda.