Gosslóð

10.7.2023 Eldgos hófst við Litla-Hrút

Meradalaleið (Leið D): Gönguleiðin var opnuð að gossvæðinu við Litla-Hrút daginn eftir að gos hófst. Leiðin liggur til Norð-austurs frá bílastæði í Stóra-Leirdal í átt að útsýnisstað á Hraunsels-Vatnsfelli. Gönguleiðin er um 9 km að útsýnisstað. Nýr gönguteljari var settur upp við upphaf gönguleiðar. Goslokum var lýst yfir 15. ágúst 2023.

3.8.2022 Eldgos hófst í Meradölum

Áfram eru notaðar fyrri gönguleiðir, þó sér í lagi leiðin framhjá Borgarfjalli (leið A) sem framlengdist framhjá gosstöðvum frá árinu 2021 og eins leiðin um Langahrygg (Leið C). Gosið varði í um þrjár vikur.

19.3.2021 Eldgos hófst við Fagradalsfjall

Gönguleið var stikuð um Nátthagakrika upp með Borgarfjalli í átt að Geldingadal (leið A). Varaleið var sett upp tímabundið upp við Selskál (leið B). Þá var hægt að ganga um Nátthaga í fyrstu eða þar til hraun fór að renna niður í Nátthaga. Þá var gönguleið sett upp um Langahrygg (leið C). Gönguteljarar voru settir upp við upphaf gönguleiða sunnan við Nátthaga, í Nátthagakrika við Borgarfjall og við bílastæði í Stóra-Leirdal þar sem leiðin liggur til norð-vesturs um Hrútadal og upp Langahrygg. Gosinu lauk í september 2021.

Hagnýtar upplýsingasíður:

Gönguleiðir og bílastæði: https://www.visitreykjanes.is/is/gosstodin/allt-um-eldgosid/gonguleidin
Öryggi á gosstöðvum: https://www.visitreykjanes.is/is/gosstodin/oryggi-a-gosstodvum/oryggis-upplysingar