Landamærakönnun

Upplýsingar

Ferðamálastofa hefur staðið fyrir könnun meðal erlendra ferðamanna frá því í júní árið 2017 í samstarfi við Hagstofu Íslands. Gögnum er safnað allt árið um kring og er markmiðið að afla tölfræðilegra upplýsinga til að gefa skýra mynd af atferli, upplifun og viðhorfum ferðamanna.

Könnunin er tvískipt. Annars vegar er um að ræða landamærakönnun sem er framkvæmd á Keflavíkurflugvelli en þar er m.a. spurt um bakgrunn svarenda, tilgang ferðar, dvalarlengd, gistimáta, útgjöld og ánægju með Íslandsferðina og hins vegar netkönnun sem nær til svarenda sem hafa gefið samþykki fyrir frekari þátttöku en þar er spurt nánar út í Íslandsferðina; aðdragandann að ferð, ferðahegðun og viðhorf til ýmissa þátta ferðaþjónustunnar.

Gögnin uppfærast mánaðarlega.

ATH!

Í apríl 2018 voru færðar spurningar úr nethluta yfir í landamærahluta. Þær spurningar sem voru færðar yfir snúa að endurkomu ferðamanna og NPS meðmælaskori ferðamanna. Við það eykst úrtaksstærðin á bakvið þessar spurningar og niðurstöður úr þeim verða marktækari.

Fyrirvari Mælaborðs ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa leitast við að hafa allar upplýsingar sem fram koma á mælaborði ferðaþjónustunnar áreiðanlegar og réttar. Ferðamálastofa ábyrgist ekki áreiðanleika þeirra gagna sem birt eru og ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til notkunar upplýsinga á mælaborði ferðaþjónustunnar. Öllum er heimil afnot upplýsinga á mælaborði ferðaþjónustunnar. Hafa ber þó í huga að þar sem uppruni gagna er mismunandi, gilda mismunandi skilmálar um dreifingu og nýtingu gagna sem eru í mælaborði ferðaþjónustunnar. Öll gögn í mælaborði ferðaþjónustunnar eru í eigu stjórnvalda og eru ekki framseljanleg. Vinsamlegast getið heimilda.