Mælaborð ferðaþjónustunnar - Gamla

Mælaborð ferðaþjónustunnar

Mælaborð ferðaþjónustunnar sýnir upplýsingar um ferðaþjónustuna á einum stað og birtir þær með myndrænum hætti. Mælaborðið er í stöðugri þróun og enn eiga margvíslegar upplýsingar eftir að bætast við.

Allar upplýsingar mælaborðsins eru byggðar á gögnum sem uppfærð eru reglulega hjá opinberum stofnunum og könnunarfyrirtækjum. Verkefnið er unnið á vegum Ferðamálastofu í samstarfi við ráðgjafafyrirtækið Deloitte og er fjármagnað af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Leiðbeiningar má finna hér.

Allar ábendingar og tillögur sem við koma mælaborðinu sendist á: jakob@ferdamalastofa.is

Hægt er að sækja um aðgengi að gagnasetti Mælaborðs ferðaþjónustunnar í gegnum jakob@ferdamalastofa.is. Vinsamlegast látið fylgja umsóknareyðublað og taka fram tilgang umsóknar og hvaða gögnum er verið að sækjast eftir. Umsóknareyðublað má finna hér

Fyrirvari Mælaborðs ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa leitast við að hafa allar upplýsingar sem fram koma á mælaborði ferðaþjónustunnar áreiðanlegar og réttar. Ferðamálastofa ábyrgist ekki áreiðanleika þeirra gagna sem birt eru og ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til notkunar upplýsinga á mælaborði ferðaþjónustunnar. Öllum er heimil afnot upplýsinga á mælaborði ferðaþjónustunnar. Hafa ber þó í huga að þar sem uppruni gagna er mismunandi, gilda mismunandi skilmálar um dreifingu og nýtingu gagna sem eru í mælaborði ferðaþjónustunnar. Öll gögn í mælaborði ferðaþjónustunnar eru í eigu stjórnvalda og eru ekki framseljanleg. Vinsamlegast getið heimilda.