Gestakomur á áfangastöðum

Upplýsingar

Að ofan eru sýndar tölur úr sjálfvirkum fólksteljurum Umhverfisstofnunar á Gullfossi, Dimmuborgum og Grábrók. Hægt er að skoða taldan fjölda á áfangastað á hverjum degi fyrir sig. Tölurnar verða uppfærðar vikulega.

Gullfoss: Byrjað var að telja í maí 2017. Staðsetning teljara er við göngustíg frá efra bílastæði áleiðis að tröppum sem liggja niður á neðra svæði.

Dimmuborgir: Byrjað var að telja í apríl 2017. Staðsetning teljara er á göngustíg fyrir neðan bílastæði.

Grábrók: Byrjað var að telja í nóvember 2017. Staðsetning teljara er við upphaf göngustígs sem liggur frá bílastæði

Fyrirvari Mælaborðs ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa leitast við að hafa allar upplýsingar sem fram koma á mælaborði ferðaþjónustunnar áreiðanlegar og réttar. Ferðamálastofa ábyrgist ekki áreiðanleika þeirra gagna sem birt eru og ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til notkunar upplýsinga á mælaborði ferðaþjónustunnar. Öllum er heimil afnot upplýsinga á mælaborði ferðaþjónustunnar. Hafa ber þó í huga að þar sem uppruni gagna er mismunandi, gilda mismunandi skilmálar um dreifingu og nýtingu gagna sem eru í mælaborði ferðaþjónustunnar. Öll gögn í mælaborði ferðaþjónustunnar eru í eigu stjórnvalda og eru ekki framseljanleg. Vinsamlegast getið heimilda.