Ferðamenn um Keflavíkurflugvöll

Upplýsingar

Talning Ferðamálastofu og Isavia í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á brottförum farþega á leið úr landi er hugsuð sem viðbótarupplýsingar við farþegatölur Isavia til að geta greint fjölda ferðamanna til landsins eftir þjóðernum. Með því að viðhafa sömu aðferðafræði gegnum tíðina hafa fengist dýrmætar upplýsingar um þjóðernasamsetningu ferðamanna og fjölda þeirra, sem samanburðarhæfar eru milli ára.

Talningarnar ná yfir alla sem fara í gegnum öryggisleit og ber að skoða með þeim fyrirvörum sem aðferðafræðin felur í sér*. Þó ber að ítreka að flestir skiptifarþegar eru ekki inn í þessum tölum. Nú eru farþegar af 33 þjóðernum taldir sérstaklega en voru lengst af 18. Tölurnar eru uppfærðar mánaðarlega.

Tölfræði fyrir Norrænu eru fengnar úr gagnagrunni Safe Sea Net.

Ítreka ber að flestir skiptifarþegar eru ekki inni í þessum tölum. Niðurstöður úr könnun sem Isavia lét framkvæma meðal brottfararfarþega á fyrsta ársfjórðungi ársins benda til að um 93% brottfararfarþega séu að heimsækja Ísland í persónulegum eða viðskiptalegum tilgangi og að 3,5% séu erlendir ríkisborgarar búsettir hérlendis til skemmri eða lengri tíma. Þeir sem millilenda án þess að fara út af flugvellinum séu 1,9% og þeir sem millilenda og nýta tækifærið til að fara út af flugvellinum og heimsækja einhverja staði séu 2,0%. Könnunin var áður framkvæmd sumarið 2017 og í nóvember 2017. 

Fyrirvari Mælaborðs ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa leitast við að hafa allar upplýsingar sem fram koma á mælaborði ferðaþjónustunnar áreiðanlegar og réttar. Ferðamálastofa ábyrgist ekki áreiðanleika þeirra gagna sem birt eru og ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til notkunar upplýsinga á mælaborði ferðaþjónustunnar. Öllum er heimil afnot upplýsinga á mælaborði ferðaþjónustunnar. Hafa ber þó í huga að þar sem uppruni gagna er mismunandi, gilda mismunandi skilmálar um dreifingu og nýtingu gagna sem eru í mælaborði ferðaþjónustunnar. Öll gögn í mælaborði ferðaþjónustunnar eru í eigu stjórnvalda og eru ekki framseljanleg. Vinsamlegast getið heimilda.