***ATH Uppfærist ekki*** Sjá síðu: Fjöldi ferðamanna á áfangastöðum

Upplýsingar

Talið er á 38 mismunandi stöðum um land allt. Ekki er talið allt árið um kring á öllum stöðum þar sem aðgengi er misgott eftir árstíma.  Teljurunum er þá skipt í tvo flokka samkvæmt því, heilsárs og sumar.

Bifreiðateljarinn telur allar bifreiðar sem fram hjá honum fara, í báðar stefnur. Hann gerir ekki greinarmun á stærð bifreiða, það er hann gerir ekki greinarmun á því hvort fram hjá honum fari einkabíll eða rúta.

Meðalfjöldi einstaklinga í hverjum einkabíl er 2,6 en í rútum er það  um 22. Hlutfall rúta og bíla á áfangastað er fundið með handtalningu og nýtingu á umferðagreini sem keyptur var 2017.

Talningastöðum er skipt upp í áfangastaði og umferðarstaði. Áfangastaðir eru þeir staðir þar sem bifreiðin fer sömu leið inn og út, það er sama bifreiðin ekur tvisvar fram hjá teljaranum. Til að vita hversu margar bifreiðar koma á áfangastaðinn er því deilt með tveimur í heildartöluna og þannig eru gögnin sett fram. Umferðarstaðir eru staðir þar sem ekið er í báðar áttir, t.d. á þjóðvegi. Þar er ekki deilt með tveimur í gögnin.

Ferðatímabilin eru skilgreind í ISO vikum (Sjá töflu). Nánari umfjöllun um ferðatímabilin og skilgreiningu á þeim er að finna í skýrslunum: Fjöldi gesta í Vatnajökulsþjóðgarði (Gyða Þórhallsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson, 2015) og Fjöldi ferðamanna á átta áfangastöðum á Suður- og Vesturlandi 2014 til 2015 (Rögnvaldur Ólafsson og Gyða Þórhallsdóttir, 2015).

Tímabil Vikur Dagsetningar
Síðla vetrar 8-15 Ca. 22. febrúar - 17. apríl
Vetrarlok 16-22 Ca. 18. apríl - 5. júní
Vor 23-27 Ca. 6. júní - 10. júlí
Hásumar 28-32 Ca. 11. júlí - 14. ágúst
Haust 33-37 Ca. 15. ágúst - 18. september
Framan af vetri 38-43 Ca. 19. september - 30. október
Hávetur 44-7 Ca. 31. október - 19 febrúar

 

Stundum getur talning misfarist. Rafhlöður í teljara geta klárast, teljarinn bilað eða annað. Í þeim tilfellum er stundum hægt að nálga gögnin frá nærliggjandi talningadögum. Slíkt er einungis gert ef það vantar 5 daga eða færri upp á til að klára tímabilið eða mánuðinn. Þá er reiknað meðaltal jafn margra nærliggjandi daga og uppá vantar og notað fyrir þá daga sem vantaði. Það ber því að kynna sér hvar og hvenær talningar hafa misfarist áður en farið er í að nýta gögnin. 

Umsjónarmaður og ábyrgðarmaður talninga er dr. Rögnvaldur Ólafsson.

Fyrirvari Mælaborðs ferðaþjónustunnar

Ferðamálastofa leitast við að hafa allar upplýsingar sem fram koma á mælaborði ferðaþjónustunnar áreiðanlegar og réttar. Ferðamálastofa ábyrgist ekki áreiðanleika þeirra gagna sem birt eru og ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til notkunar upplýsinga á mælaborði ferðaþjónustunnar. Öllum er heimil afnot upplýsinga á mælaborði ferðaþjónustunnar. Hafa ber þó í huga að þar sem uppruni gagna er mismunandi, gilda mismunandi skilmálar um dreifingu og nýtingu gagna sem eru í mælaborði ferðaþjónustunnar. Öll gögn í mælaborði ferðaþjónustunnar eru í eigu stjórnvalda og eru ekki framseljanleg. Vinsamlegast getið heimilda.